Sparisjóður Suður Þingeyinga flytur sig um set í glæsilegt húsnæði á Húsavík

Sparisjóður Suður-Þingeyinga opnaði nýja afgreiðslu á Húsavík í gær að Garðarsbraut 26, það er í húsnæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum þar sem áður var þjónustuskrifstofa VÍS. Að því tilefni færðu starfsmenn stéttarfélaganna þær Jónína Hermannsdóttir og Linda Margrét Baldursdóttir starfsmönnum sparisjóðsins blómvönd um leið og þær voru boðnar velkomnar í húsið. Starfsmenn sparisjóðsins á Húsavík eru; Helga Dögg Aðalsteinsdóttir þjónustustjóri og Gunnhildur Gunnsteinsdóttir þjónustufulltrúi. Gunnhildur og Helga Dögg þökkuðu fyrir sig og sögðu alla hjartanlega velkomna á nýja staðinn en útibú sparisjóðsins var áður í Öskjuhúsinu á Húsavík. Fyrir er sparisjóðurinn með þjónustu á Laugum og í Mývatnssveit. Sparisjóður Suður-Þingeyinga hefur verið í mikilli sókn undanfarið og verður svo vonandi áfram enda metnaðarfull fjármálastofnun í heimabyggð. Fjölmargir einstaklingar, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasasamtök eins og stéttarfélög í Þingeyjarsýslum eru stofnfjárfestar í Sparisjóði Suður- Þingeyinga.

Linda og Jónína færðu Gunnhildi og Helgu Dögg blómvönd frá stéttarfélögunum.

Helga Dögg og Gunnhildur eru algjörar blómarósir.

 

Deila á