Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn mánudaginn 11. febrúar kl. 20:00 í fundarsal félagsins.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Skýrsla stjórnar
- Kjör formanns og stjórnarmanna
- Kjaramál
- Önnur mál
Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Framsýn stéttarfélag
Jóna Matt verður ekki í kjöri á fundinum sem formaður DVS þar sem hún hefur skipt um starf. Nú er leitað að nýjum og öflugum formanni deildarinnar. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við formann Framsýnar, Aðalstein Árna.