Nemendur Borgarhólsskóla í heimsókn

Nemendur í 10. bekk Borgarhólsskóla komu í heimsókn í Skrifstofu stéttarfélaganna í gær, miðvikudaginn 6. febrúar. Fulltrúi stéttarfélaganna fór yfir helstu atriði sem tengjast stéttarfélögum og vinnumarkaði. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk á þessum aldri að gera sér grein fyrir sinni stöðu á vinnumarkaði til þess að vera með á nótunum frá upphafi.

Heimsóknin var ánægjuleg og ekki er nokkur spurning um að þessum heimsóknum mun verða haldið áfram í framtíðinni eins og verið hefur.

Deila á