Orlofskostir sumarið 2019 til umræðu

Sameiginleg orlofsnefnd stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum kom saman til fundar í síðustu viku. Tilgangurinn var að fara yfir orlofskosti sem til stendur að bjóða félagsmönnum upp á sumarið 2019 og fara yfir nýtinguna síðasta sumar á orlofshúsum á vegum stéttarfélaganna. Nýtingin var mjög góð síðasta sumar og ákveðið var að bjóða upp á sambærilega orlofskosti sumarið 2019 og var sumarið 2018. Þá er áhugi fyrir því að standa fyrir sumarferð, ferð í einn til tvo daga. Hafi félagsmenn tillögur hvað það varðar eru þeir beðnir um aðkoma tillögunum á framfæri við starfsmenn stéttarfélaganna. Það eru Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Verkalýðsfélag Þórshafnar sem standa að orlofsnefnd stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

 

Deila á