Trésmiðjan Rein heimsótt

Starfsmaður stéttarfélaganna heimsótti á dögunum Trésmiðjuna Rein í fjölbýlishúsi sem trésmiðjan er að byggja við Höfðaveg á Húsavík. Þetta er annað af stærri verkefnum sem trésmiðjan er að vinna í núna en fyrir utan húsið á Höfðaveginum er í byggingu íbúðarhús á Húsavík sem nokkrir starfsmenn sinna þessa dagana.

Hér má sjá Þórð Aðalsteinsson og Gunnar Jóhannesson klæða loftið í einni íbúðinni.
Kátt á hjalla.

Það var að heyra á starfmönnum að það væri þokkaleg bjartsýni á verkefnastöðuna á næstu misserum og ýmislegt í farvatninu þar. Verkefnið á Höfðaveginum er langt komið en stefnt er á að nýir íbúar flytji inn um mitt sumar.

Alexander Jónasson, starfsmaður E.G. Jónasson.

Deila á