Takk fyrir okkur

Fulltrúar Framsýnar hafa verið tíðir gestir í Reykjavík undanfarið enda hafa staðið yfir viðræður við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning sem rennur út um áramótin. Þegar formaður Framsýnar var í sinni síðustu ferð í dag fyrir jól milli Reykjavíkur og Húsavíkur færði hann starfsmönnum Flugfélagsins Ernis konfektkassa frá félaginu. Að sjálfsögðu voru starfsmenn flugfélagsins virkilega ánægðir með jólagjöfina um leið og þeir báðu um góðar kveðjur norður með þakklæti fyrir samstarfið á árinu. Við tökum undir það enda átt afar ánægjulegt samstarf við starfsfólk flugfélagsins sem er í alla staði frábært.

 

Deila á