Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundar á laugardaginn

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar stéttarfélags mun koma saman til fundar á laugardaginn til að taka fyrir nokkur mál. Fundurinn hefst kl 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Þar sem þetta er væntanlega síðasti fundur ársins er starfsmönnum félagsins, trúnaðarmönnum, heiðursgestum og stjórn Framsýnar ung boðið að sitja fundinn.

Dagskrá:

    1. Fundargerð síðasta fundar
    2. Inntaka nýrra félaga
    3. Samkomulag við Flugfélagið Erni
    4. Trúnaðarmannanámskeið 2019
    5. Tryggingafræðileg úttekt á sjúkrasjóði félagsins
    6. Samskipti Framsýnar við VHE
    7. Staðan í kjaramálum
    8. Jólaboð stéttarfélaganna
    9. Starfsemi ASÍ-UNG: Aðalbjörn Jóhannsson
    10. Starfsemi Framsýnar á árinu 2018: Ósk Helgadóttir
    11. Önnur mál 
Deila á