Áhugi fyrir trúnaðarmannsstöðu

Framsýn fór í morgun í vinnustaðaheimsókn til starfsmanna GPG á Raufarhöfn. Að venju var vel tekið á móti gestunum frá Húsavík sem færðu starfsmönnum smá glaðning frá félaginu. Formaður Framsýnar svaraði fyrirspurnum starfsmanna auk þess að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Þá var gengið frá kjöri á trúnaðarmanni fyrir starfsmenn. Svo fór að slegist var um stöðuna þar sem þrír starfsmenn gáfu kost á sér í starfið. Talningu er nú lokið og verður nýr trúnaðarmaður skipaður formlega á næsta stjórnarfundi Framsýnar sem fram fer í næstu viku. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum í dag en rúmlega 30 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Raufarhöfn.

Deila á