Desemberuppbót og eingreiðsla til starfsmanna sveitarfélaga

Almenni vinnumarkaðurinn – Iðnaðarmenn:

Rétt er að minna á að desemberuppbót fyrir þá sem vinna fullt starf eftir kjarasamningum SGS, Samiðnar og LÍV er 89.000 krónur. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótina á að greiða ekki seinna en 15. desember og greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma. Allir starfsmenn sem hafa verið við störf hjá atvinnurekenda í samfellt 12 vikur eða meira á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku desember.

Starfsmenn ríkisins:

Starfsmenn ríkisins eiga rétt á 89.000 desemberuppbót m.v. fullt starf og hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. Allir starfsmenn sem voru við störf hjá ríkinu samfellt í 13 vikur eða meira á síðustu 12 mánuðum og eru hættir störfum eiga sömuleiðis rétt á hlutfallslegri desemberuppbót.

Starfsmenn sveitarfélaga:

Þá er rétt að geta þess að starfsmenn sveitarfélaga eiga rétt á kr. 113.000 deemberuppbót m.v. við fullt starf og hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. Þó þannig að starfsmaður hafi hafið störf hjá viðkomandi sveitarfélagi fyrir 1. september. Starfsmaður sem lét af störfum á árinu en hafði starfað í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda hlutfallslega desemberuppbót.

Þess ber að geta til viðbótar að starfsfólk sveitarfélaga fær sérstaka eingreiðslu kr. 42.500 sem greiðist 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf  í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Deila á