Samningafundir í Karphúsinu

Fulltrúar frá Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins hafa undanfarna daga setið á fundum um kröfugerð sambandsins í húsnæði Ríkissáttasemjara. Síðasta miðvikudag var komið að samningaviðræðum um kjarasamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Fyrir þeim samningi fer formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson. Með honum eru fulltrúar frá þeim stéttarfélögum innan Starfsgreinasambandsins sem hafa starfsfólk í ferðaþjónustu innan sinna raða. Eins og fram hefur komið starfar verulegur fjöldi í ferðaþjónustu á Íslandi. Starfsgreinasambandið hefur lagt mikla áherslu á að bæta kjör þessa hóps verulega enda á lélegustu kjörunum í dag sé tekið mið af launatöflu Starfsgreinasambands Íslands.

Setið á fundi, hér má sjá fulltrúa frá aðildarfélögum SGS undirbúa sig fyrir fund með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu síðasta miðvikudag.

 

Deila á