Farið yfir drög að kröfugerð Starfsgreinasambandsins

Samninganefnd Framsýnar sem jafnframt er stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur verið boðuð saman til fundar á morgun, þriðjudag 9. október kl. 17:00 til að fara yfir drög að kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Fulltrúar frá Framsýn UNG hafa einnig verið boðaðir á fundinn til að taka þátt í afgreiðslu kröfugerðarinnar. Um 30 manns hafa rétt til setu á fundinum frá öllum helstu vinnustöðum á félagssvæði Framsýnar. Ljóst er að kröfugerðin á eftir að vekja mikla athygli enda byggir hún sérstaklega á framfærsluþörf fólks til að geta framfleytt sér. Þá er ekki ólíklegt að ofurhækkanir elítunar í þjóðfélaginu síðustu ára hafi áhrif á endanlega kröfugerð sem tekin verður fyrir á fundi samninganefndar SGS á miðvikudaginn, það er eftir að aðildarfélög sambandsins hafa fjallað um þær í sínum félögum. Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins sem er löng og ströng.

Dagskrá:

 1. Fundargerð síðasta fundar
 2. Inntaka nýrra félaga
 3. Kröfugerð SGS
 4. Samningsumboð LÍV
 5. Þing ASÍ- málefni þingsins og forsetakjör
 6. Þing ASÍ- val á fulltrúum Framsýnar
 7. Val SGS á fulltrúum í miðstjórn og varamiðstjórn ASÍ
 8. Þing SSÍ
 9. PCC BakkiSilicon: Kjaramál og vinnuumhverfi starfsmanna
 10. Póllandsferð félagsins
 11. Samkomulag við Flugfélagið Erni
 12. Nýja Íbúð félagsins í Þorrasölum/afsal-leiga
 13. Lagfæringar á bústaði félagsins á Illugastöðum
 14. Húsnæðismál á Akureyri
 15. VÍS- uppsögn á leiguhúsnæði
 16. Þing og starfsemi ASÍ-UNG
 17. Kjör á trúnaðarmanni hjá Sjóböðunum
 18. Bók: Ævisaga Einars Olgeirssonar
 19. Bók: Atvinnuhættir og menning
 20. Fulltrúaráðsfundur AN á Illugastöðum
 21. Erindi frá félagsmanni
 22. Önnur mál
Deila á