Hrútadagurinn 2018 var haldinn hátíðlegur í Faxahöllinni á Raufarhöfn á laugardaginn. Að venju var boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Fjölmenni var á staðnum og tæplega 20 hrútar skiptu um eigendur enda margir góðir hrútar til sölu á hrútadeginum. Einn hrútur seldist á kr. 153.000. Í því sambandi má geta þess að almennt verð fyrir lambhrút er um kr. 30.000,-. Hér fylgja með nokkrar myndir frá hrútadeginum en formaður Framsýnar var fenginn til að bjóða upp hrútana á hrútadeginum. enda vanur samningamaður.