Formaður Framsýnar í viðtali á Bylgjunni

Á dögunum sýndi Ríkissjónvarpið þátt af fréttaskýringaþættinum Kveik þar sem farið var yfir stöðuna á vinnumarkaðnum í dag með sérstaka áherslu á þau brot atvinnurekanda sem eru allt of algeng á landinu og hvernig megi sporna við slíkum brotum. Sérstaklega var rætt um málefni starfsmannaleiga. Mikil umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu í kjölfar þáttarins. Kemur sú umræða beint ofan í þær kjaraviðræður sem fyrir liggja á næstu vikum og því málefni vinnumarkaðarins mjög í brennidepli þessa dagana.
Formaður Framsýnar var í viðtali í þættinum „Í bítið‟ í kjölfar þáttarins þar sem farið var yfir efni þáttarins og hans sjónarmið á þessi mál.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Deila á