Félagar úr stjórn og trúnaðarráði Framsýnar auk starfsmanna félagsins fóru í náms- og kynnisferð til Póllands í síðustu viku. Tilgangurinn var að heimsækja Solidarnosc í Gedansk og fræðast um uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífs í Póllandi. Til að gera langa sögu stutta voru móttökurnar frábærar. Solidarnosc skipulagði tveggja daga stranga dagskrá þar sem gestunum frá Íslandi var gert grein fyrir kjarasamningagerð, starfsmenntamálum og samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda að málefnum er snerta vinnumarkaðinn í Póllandi. Auk þess var farið með gestina í heimsóknir í tvær skipasmíðastöðvar í Gdansk og á söfn tengd sögu Solidarnosc og stríðinu en seinni heimstyrjöldin byrjaði í Gdansk með áras Þjóðverja á borgina. Alls fóru 16 einstaklingar frá Framsýn í ferðina á eigin vegum.
Andrzej Matla er hér með formanni Framsýnar. Andrzej sér um erlend samskipti fyrir Solidarnosc í Gedansk. Hann skipulagði ferð Framsýnar til Póllands er viðkemur Solidarnosc.
Mirosslaw Piórek sem er einn af æðstu mönnum Solidarnosc flutti fróðlegt erindi um stöðuna á pólskum vinnumarkaði. Til hliðar má sjá Agnieszku Szczodrowska sem túlkaði fyrir hópinn.
Jóna og María fylgjast með erindi Mirosslaw Piórek.
Krzysztof Dosla forseti Solidarnosc í Gdansk sagði frá verkalýðssamtökunum og uppbyggingu þeirra í Póllandi. Hann var einnig áhugasamur um samstarf við Framsýn að málefnum pólskra verkamanna og kvenna sem kæmu til starfa á Íslandi.
Miklar og góðar umræður urðu undir fyrirlestri forseta Solidarnosc.
Robert Szewczyk kemur að samskiptum Solidarnosc við erlend verkalýðssamtök. Hann fór yfir mál er tengjast verkefnum sem þeir hafa verið að vinna að og tengjast þeim mikla fjölda Pólverja sem hafa yfirgefið landið í atvinnuleit, þar á meðal til Íslands. Á móti er mikil ásókn erlends verkafólks að koma til Póllands að vinna, sérstaklega frá Úkrarínu.
Töluvert er um vinnustaðasamninga í Póllandi. Einn af þeim er í skipasmíðastöðinni, REMONTOWA, sem er í Gdansk. Þangað var fulltrúum Framsýnar boðið í heimsókn þar sem forsvarsmaður Solidarnosc í skipasmíðastöðinni gerði grein fyrir honum. Sjá má Jónas Kristjánsson formann Þingiðnar einnig á myndinni.
Eftir fyrirlestur um uppbyggingu vinnustaðasamninga í Póllandi var gestunum boðað skoða skipasmíðastöðuna auk þess öllum var boðið í hádegisverð. Robert Szewczyk og Zakrzewski Stefan sáu um að fræða gestina um starfsemi REMONTOWA sem er stærsta skipasmíðastöð í Evrópu. Frábærar móttökur.
Andrzej Matla bauð í nafni Solidarnosc gestunum frá Íslandi í sögusafn verkalýðssamtakana í Gdansk. Virkilega áhugavert safn sem allir eiga að skoða sem leið eiga um þessa fallegu borg.
Sem betur höfum við Íslendingar ekki þurft að þola sömu þjáningar og Póllverjar þegar kemur að stríði. Sagan er á hverju strái í Gdansk enda hófst síðari heimstyrjöldin í borginni með innrás Þjóðverja. Nýlega var opnað stórt og mikið safn í borginni sem er ætlað að segja söguna. Átakanlegt safn svo ekki sé meira sagt. Gestunum úr Þingeyjarsýslum var boðið að skoða safnið.
Að sjálfsögðu versluðu menn sér minjagripi. Hér er Þórir Stefánsson í nýjum bol með nafni Solidarnosc. Við munum fjalla frekar um heimsóknina eftir næstu helgi.