5. þing ASÍ-UNG var haldið á Hótel Natura Reykjavík síðastliðinn föstudag. Einn af hápunktum þingsins var málþing um hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi kjarasamningum. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fluttu erindi og tóku svo þátt í pallborðsumræðum ásamt tveimur stjórnarmönnum ASÍ-UNG, þeim Eiríki Þór Theódórssyni og Hafdísi Ernu Ásbjarnardóttur. Miklar umræður sköpuðust varðandi stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og er ljóst að fulltrúum finnst að víða megi gera betur til að styrkja stöðu þessa hóps.
Ný stjórn var kosin til starfa þar sem lögð var áhersla á jafna skiptingu út frá kyni, búsetu og félögum. Sjö af níu stjórnarmönnum koma úr röðum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Þessu er sambandið afar stolt af og ánægjulegt er að sjá unga og krafmikla einstaklinga bjóða fram krafta sína á þessum vettvangi. Ljóst er að ungliðafundir SGS sem haldnir hafa verið árlega frá árinu 2016 hafa skilað auknum áhuga hjá ungum félagsmönnum.
Nýja stjórn ASÍ-UNG skipa:
Aðalstjórn:
Alma Pálmadóttir, Efling
Gundega Jaunlina, Hlíf
Karen Birna Ómarsdóttir, Aldan
Margret Júlía Óladóttir, FVSA
Eiríkur Þór Theodórsson, Stétt Vest
Sindri Már Smárason, Afl
Ástþór Jón Tryggvason, VLFS
Aðalbjörn Jóhannsson, Framsýn
Margrét Arnarsdóttir, FÍR
Varastjórn:
Kristinn Örn Arnarson, Efling
Ólafur Ólafsson, Eining Iðja
Hafdís Erna Ásbjarnardóttir, Einingu Iðja
Birkir Snær Guðjónsson, Afl
Elín Ósk Sigurðardóttir, Stétt Vest
Stjórnin skiptir með sér verkum og kaus sér formann varaformann og ritara.
Formaður ASÍ-UNG er Aðalbjörn Jóhannsson.
Varaformaður er Eiríkur Þór Theodórsson.
Ritari er Alma Pálmadóttir.
Helstu hlutverk ASÍ-UNG eru að kynna ungu fólki á vinnumarkaði réttindi þess og skyldur og starfsemi stéttarfélaganna. ASÍ-UNG er málsvari ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem og út á við. Jafnframt að tryggja að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun stéttarfélaganna.
Þess má geta að fjórir fulltrúar frá Framsýn sátu þingið. Það er Guðmunda, Heiða og Ásrún. Þar sem Aðalbjörn Jóhannsson var stjórnarmaður í ASÍ-UNG átti hann einnig seturétt á þinginu en hann starfar hjá Sjóböðunum á Húsavík. Ljóst er að ungliðastarf Framsýnar er að skila góðum árangri.