Víða réttað um helgina í Þingeyjarsýslum

Það verður mikið réttað um helgina. Húsvíkingar rétta á laugardaginn kl. 14:00. Á svipuðum tíma verður réttað í Tungugerðisrétt á Tjörnesi og í Skógarétt í Reykjahverfi. Að morgni sunnudags verður svo réttað í Hraunsrétt í Aðaldal og síðar sama dag í Mánarrétt á Tjörnesi. Örugglega verður réttað á fleiri stöðum í Þingeyjarsýslum en að framan greinir.

 

 

Deila á