Opinn kynningarfundur á Húsavík

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og umhverfisvöktunar hjá PCC BakkiSilicon hf. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar að Garðarsbraut 26, Húsavík, fimmtudaginn 6. september næstkomandi kl. 17:00.

Dagskrá:

-Guðbjörg Stella Árnadóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit Umhverfisstofnunar.

-Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður úr eftirliti með PCC á Bakka.

-Elma Sif Einarsdóttir frá PCC kynnir niðurstöður umhverfisvöktunar.

-Erlingur E. Jónasson frá PCC flytur erindi.

Umræður verða að loknum framsöguerindum.

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar og nærsveitamenn hvattir til að mæta.

Deila á