Kalla eftir kynslóðaskiptingu í forystu ASÍ

Stjórn og trúnaðráð Framsýnar fundaði í vikunni og voru mörg mál á dagskrá fundarins. Meðal annars urðu umræður um væntanlegt þing ASÍ og forsetakjör þar sem Gylfi Arnbjörnsson hefur ákveðið að stiga til hliðar og gefa ekki kost á sér áfram. Þegar hafa tveir aðilar tilkynnt framboð sitt, þau Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS og Sverrir Mar, framkvæmdastjóri Afls. Leitað var til formanns Framsýnar að gefa kost á sér í embætti forseta ASÍ sem hann hafnaði. Umræður urðu um væntanlegt þing og mikilvægi þess að finna sambandinu góðan forseta. Í því sambandi var góður hljómgrunnur fyrir því að ákveðin kynslóðaskipti ættu sér stað í forystusveit sambandsins í haust. Það væri löngu tímabært að velja ungt fólk til forystustarfa fyrir Alþýðusamband Íslands.

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kallar eftir kynslóðaskiptum í forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október.

 

Deila á