Jóna Matthíasdóttir formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefur skipt um starfsvettvang og er því ekki lengur félagsmaður í Framsýn. Hún hefur hafið störf á sýsluskrifstofunni á Húsavík. Því lætur hún af störfum sem formaður deildarinnar um leið og öðrum trúnaðarstörfum hjá Framsýn og LÍV. Jónína Hermannsdóttir varaformaður deildarinnar tekur við sem formaður fram að næsta aðalfundi í janúar nk. Jónu voru þökkuð vel unnin störf í þágu Framsýnar, hennar verður sárt saknað enda unnið mjög vel að málefnum félagsins og þar með félagsmanna deildarinnar. Jóna þakkaði fyrir gott og ánægjulegt samstarf.
Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar er skipuð hörku fólki. Fyrir liggur að finna þarf nýjan formann á næsta aðalfundi deildarinnar þar sem Jóna er ekki lengur gjaldgeng enda ekki lengur í Framsýn.