Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir á Garðarsbraut 26 sem er varla óvenjulegt miðað við síðustu árin en miklar framkvæmdir hafa verið í húsinu undanfarin ár.
Í þetta skiptið er verið að skipta um þak á húsinu en nauðsynlegt reyndist að skipta um bárujárn og þakpappa. Það er Norðurvík sem sér um þessa framkvæmd eins og sjá má á eftirfarandi myndum.