Það kom einstaklega góður hópur unglinga í heimsókn til stéttarfélaganna í morgun ásamt flokksstjórum Vinnuskóla Norðurþings. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi stéttarfélaga, atvinnulífið og uppsetningu launaseðla. Meðan á fræðslunni stóð gafst nemendum skólans tækifæri á að spyrja formann Framsýnar út í þessi atriði. Fjölmargar spurningar voru lagaðar fram sem formaðurinn gerði sitt besta til að svara. Ljóst er að þessir unglingar eru til mikillar fyrirmyndar. Hér koma nokkrar myndir sem voru teknar á kynningunni.