Kraftur í starfi GPG á Raufarhöfn – vantar fleiri daga í vinnuvikuna

Formaður Framsýnar kom við hjá starfsmönnum GPG á Raufarhöfn síðasta fimmtudag. Þar var allt brjálað að gera en um 30 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu að staðaldri. Um þessar mundir voru um 20 starfsmenn við störf enda hluti starfsmanna komnir í sumarfrí. Verkstjórar og starfsmenn töldu mikilvægt að fjölga dögum í vinnuvikunni svo menn kæmust yfir að klára hráefnið sem þyrfti að vinna hjá fyrirtækinu á hverjum tíma enda fiskaðist vel.

Deila á