Framsýn með kynningu á Sólstöðuhátíð

Um síðustu helgi var Sólstöðuhátíð haldin á Kópaskeri sem fór vel fram. Boðið var upp á fjölbreytta hátíð frá föstudegi til sunnudags. Meðal þess sem boðið var upp á laugardeginum var kynning á starfsemi fyrirtækja og félagasamtaka í héraðinu auk þess sem Framsýn var boðið að vera með kynningu á starfsemi félagsins. Hópur fólks leit við hjá fulltrúum Framsýnar og fengu upplýsingar um starfsemina. Nýir bæklingar með upplýsingum um réttindi félagsmanna voru vinsælir sem og húfur og ljóðabókin „Tvennir tímar“ sem félagið gaf nýlega út. Konfekt og kaffi var einnig í boði fyrir gestina. Sjá myndir sem teknar voru á kynningunni sem fram fór í Pakkhúsinu á Kópaskeri á laugardaginn.

 

Deila á