VÞ- Mótmæla skerðingu á þjónustu og auglýsingaherferð ASÍ

Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar hélt stjórnarfund þann 13. júní sl. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um auglýsingarherferð ASÍ sem hefur hlotið mikla og réttmæta gagnrýni undanfarin misseri. Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar tekur heilshugar undir þessa gagnrýni og telur að þar sé verið að senda vægast sagt misvísandi skilaboð til hins almenna verkamanns.

Stjórni ályktaði eftirfarandi: „Stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingarherferð ASÍ. Þessi auglýsingarherferð heldur á lofti áróðri sem beinist sérstaklega gegn kjarabaráttu verkafólks þar sem varað er við launahækkunum og verkföllum. Telur stjórn Verkalýðsfélags Þórshafar að slíkur áróður sé verkafólki síst til framdráttar og telur alvarlegt að stjórn ASÍ standi fyrir slíkum áróðri í sínum auglýsingum „

Þá fjallaði stjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar um þá stöðu sem komin er upp hjá Landsbankaútibúinu á Þórshöfn þar sem enn er verið að skerða þjónustu íbúa hvað varða banka- og póstþjónustu. Stjórn telur að nú sé nóg komið og ályktaði eftirfarandi: „Verkalýðsfélag Þórshafnar harmar þá ákvörðun Landsbankans að skerða enn frekar opnunartíma í útibúum sínum út á landi. Íbúar í dreifðum byggðum þurfa mikið að stóla á t.d. póstþjónustu með aðkeypt aðföng. Telur Verkalýðsfélag Þórshafnar að sá opnunartími sem verið hefur síðustu misseri sé algjört lámark og ekki hægt að bjóða íbúum upp á enn frekari skerðingu“

 

 

Deila á