Starfsmenn á námskeiði – persónuvernd til umræðu

Um þessar mundir eru ný lög um persónuvernd til umræðu á Alþingi. Fari lögin í gegnum þingið, sem reiknað er með, er þeim ætlað að tryggja persónuverndina enn frekar. Í ljósi þessa er mikilvægt að þeir aðilar sem fara með persónuupplýsingar eins og t.d. stéttarfélög búi sig vel undir breytingarnar. Til að mæta væntanlegum nýjum lögum stóðu stéttarfélögin fyrir fræðslu fyrir starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, það er frá skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík og á Þórshöfn. Halldór Oddsson lögmaður ASÍ kom til Húsavíkur og fór yfir helstu breytingarnar sem boðaðar eru í frumvarpinu um persónuvernd. Ljóst er að um verulegar breytingar er um að ræða.


Halldór Oddsson lögmaður ASÍ gerði starfsmönnum stéttarfélaganna grein fyrir helstu breytingum á lögum um persónuvernd sem eru til umræðu á Alþingi.

Deila á