Molar frá aðalfundi – kraftmikið starf hjá ungliðum innan Framsýnar

Guðmunda formaður Framsýnar-Ung var að sjálfsögðu á aðalfundi félagsins. Með í för var ungur sonur hennar. Vilji er til þess hjá Framsýn að gera allt til að halda úti öflugu starfi innan félagsins er viðkemur ungum félagsmönnum. Nýlega var gengið frá kjöri á nýju ungliðaráði innan félagsins eftir kjörtímabil síðasta ráðs. Nýja ráðið skipa: Ásrún Einarsdóttir, Eva Sól Pétursdóttur, Heiða Elín Aðalsteinsdóttir og Sunna Torfadóttir. Guðmunda Steina Jósefsdóttir er formaður Framsýnar-ung. Fulltrúar frá Ungliðarráðinu munu taka þátt í ungliðafundi Starfsgreinasambands Íslands sem hefst á Bifröst í Borgarfirði síðar í dag, miðvikudag.

 

Deila á