Molar frá aðalfundi – Fjárhagsleg afkoma félagsins mjög góð á árinu 2017.

Rekstrarafgangur var á öllum sjóðum Framsýnar á umliðnu starfsári enda mikið aðhald í rekstri félagsins. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu um 21,9%  milli rekstrarára.  Rekstrarútgjöld  félagsins hækkuðu einnig á  milli ára.

 Rekstrartekjur félagsins námu kr. 265.648.270,- sem er aukning um 21,9% milli ára. Rekstrargjöld námu 185.455.936,- sem er aukning um 21,37% milli ára. Þessi hækkun er ekki síst tilkomin vegna hækkunar bóta og styrkja úr sjúkrasjóði og vinnudeilusjóði auk hlutdeildar í kostnaði við Hrunabúð og hærri skatta frá samböndum. Fjármagnstekjur námu kr. 54.826.653,-.  Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 224.809.587,- á móti kr. 184.395.753,- á árinu 2016. Í árslok 2017 var tekjuafgangur félagsins kr. 128.532.122,- en var kr. 112.922.283,- árið 2016.  Heildareignir félagsins námu kr. 1.895.352.623,- í árslok 2017 samanborið við kr. 1.771.721.280,- í árslok 2016. Rekstur skrifstofunnar gekk vel á síðasta ári. Þátttaka Framsýnar í rekstrarkostnaði nam  kr. 73.310.410,-. Önnur aðildarfélög greiddu kr. 11.574.684,-  til rekstursins. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma.

 

 

Deila á