Molar frá aðalfundi – styrkir til félagsmanna úr sjúkrasjóði hækkuðu verulega milli ára

Á árinu 2017 voru 895 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar og 107 styrkir vegna sjúkradagpeninga og fæðingarstyrkja, það er um 1000 styrkir. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 57.309.735,-. Sama upphæð fyrir árið á undan var kr. 46.108.635,-. Samkvæmt þessari niðurstöðu er veruleg hækkun milli ára á styrkjum úr sjúkrasjóði eða um 24,3%.

Deila á