Í ljósi góðrar stöðu Framsýnar var samþykkt að hækka styrki til félagsmanna úr Sjúkrasjóði. Um er að ræða umtalsverðar hækkanir. Þessar eru helstar:
-
- Niðurgreiðslur vegna sjúkranudds hækki úr kr. 2.300 í kr. 2.500 per tíma.
- Niðurgreiðslur vegna meðferðar hjá kírópraktorum hækki úr kr. 2.300 í kr. 2.500 per tíma.
- Niðurgreiðslur vegna heilsunudds hjá viðurkenndum heilsunuddara hækki úr kr. 2.000 í kr. 2.200 per tíma.
- Niðurgreiðslur vegna nálastungumeðferðar hjá viðurkenndum aðilum hækki úr kr. 2.000 í kr. 2.200 per tíma.
- Niðurgreiðslur vegna endurhæfingar hjá NFLÍ Hveragerði eða sambærilegum stofnunum hækki úr kr. 60.000 í kr. 70.000.
- Niðurgreiðslur vegna framhalds krabbameinsskoðunar hækki úr kr. 4.500 í kr. 6.000.
- Niðurgreiðslur vegna krabbameinsleitar í ristli og/eða blöðruhálsi hækki úr kr. 25.000 í kr. 30.000.
- Niðurgreiðslur vegna tækni- og glasafrjóvgunar hækki úr kr. 100.000 í kr. 150.000.
- Niðurgreiðslur vegna áhættumats hjá Hjartavernd eða hjá sambærilegri stofnun hækki úr kr. 17.000 í kr. 20.000.
- Niðurgreiðslur vegna heilsueflingar hækki úr kr. 17.000 í kr. 30.000.
- Niðurgreiðslur vegna meðferðar hjá sálfræðingum hækki úr kr. 6.000 í kr. 7.000 per tíma.
- Niðurgreiðslur vegna meðferðar/viðtala hjá fjölskylduráðgjöfum hækki úr kr. 6.000 í kr. 7.000 per tíma.
- Niðurgreiðslur vegna meðferðar/viðtala hjá geðlæknum hækki úr kr. 6.000 í kr. 7.000 per tíma.
- Niðurgreiðslur vegna aðgerða á augum hækki úr kr. 50.000 í kr. 60.000, það er per auga. Samtals styrkur getur því orðið kr. 120.000.
- Niðurgreiðslur vegna kaupa á gleraugum og linsum hækki úr kr. 50.000 í kr. 60.000.
- Niðurgreiðslur vegna kaupa á heyrnartækjum hækki úr kr. 75.000 í kr. 80.000 per eyra. Samtals getur endurgreiðslan orðið kr. 160.000.
- Útfararstyrkur vegna félagsmanna sem eru á vinnumarkaði og falla frá hækki úr kr. 330.000 í kr. 360.000. Fullur réttur helst í 5 ár frá því að menn hætta á vinnumarkaði.
- Fæðingarstyrkur og ættleiðingastyrkur til félagsmanna hækki úr kr. 100.000,- í kr. 150.000 með hverju barni.Skilyrði fyrir niðurgreiðslum til félagsmanna verða að öðru leiti þær sömu og verið hafa, það er samkvæmt reglugerð og úthlutunarreglum sjóðsins.