Framsýn hefur samþykkt að kaupa eina íbúði í viðbót í Þorrasölum í Kópavogi. Gengið var frá kaupunum í gær. Íbúðin er nr. 204 og er um 77m2. Fyrir áttu Framsýn og Þingiðn fjórar íbúðir í Þorrasölum. Nýja íbúðin verður klár fyrir félagsmenn í september. Íbúðirnar í Þorrasölum hafa reynst mjög vel og því var ákveðið að fjárfesta í íbúðinni enda þörfin til staðar þar sem íbúðirnar eru mjög mikið notaðar af félagsmönnum. Til viðbótar má geta þess að fjölgað hefur verulega í Framsýn sem kallar jafnframt á fleiri möguleika fyrir félagsmenn að fá aðgengi að íbúðum. Á síðasta ári greiddu 3514 einstaklingar til félagsins en voru 2920 árið áður. Fjölgunin nemur um 600 manns milli ára.