Starfsmenn HSN á námskeiði

Það er alltaf áhugavert og reyndar til mikillar fyrirmyndar þegar fyrirtæki og stofnanir óska eftir fræðslu frá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum um réttindi og skyldur starfsmanna samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Fulltrúar Framsýnar eru töluvert beðnir um að koma á vinnustaði með fræðslu um þessi mál. Ekki þarf að taka það fram að það er alltaf brugðist vel við svona óskum. Í dag voru talsmenn Framsýnar beðnir um að fræða nýliða hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík um sín mál og helstu réttindi. Starfsmenn HSN voru til fyrirmyndar og var ánægjulegt að eiga með þeim stund í dag um þessi mikilvægu mál.

Þau tóku þátt í fræðslunni í dag; Árný Ósk Hauksdóttir sjúkraliði og Svanhildur Ósk Halldórsdóttir, Lára Björg Friðriksdóttir og Sigtryggur Ellertsson sem starfa við aðhlynningu á stofnuninni.

 

Deila á