Fulltrúar Framsýnar komu við hjá starfsmönnum Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir helgina og færðu miðstöðinni hljóðkerfi að gjöf til að nota við viðburði á vegum þeirra. Um er að ræða vandað kerfi að Bose gerð. Það var Snorri G. Sigurðsson, héraðsskjalavörður sem tók formlega við gjöfinni. Með honum á myndinni er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson.