Landinn fjallar um útgáfu á ljóðabók

Í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV næsta sunnudag verður fjallað um útgáfu Framsýnar á ljóðabók með ljóðum Bjargar Pétursdóttur. Formlegur útgáfudagur á bókinni er á morgun, laugardaginn 28. apríl 2018. Án efa verður innslagið frá Húsavík áhugavert og hér með er skorað á áhugasama að setjast fyrir framan sjónvarpið á sunnudaginn og fylgjast með einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins.

Deila á