Komu saman til fundar í Reykjavík

Aðalsteinn Árni, Sólveig Anna, Vilhjálmur og Ragnar Þór áttu góða og árangursríka stund saman í gær.

Formenn Framsýnar, Verkalýðsfélags Akraness og VR hittust á fundi í Reykjavík í gær ásamt verðandi formanni Eflingar. Tilgangur fundarins var að fara yfir nokkur atriði er varða samstarf þessara aðila, samstarf við stjórnvöld og væntanlegar kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn var að sjálfsögðu vinsamlegur enda vilji þessara aðila að efla íslenska verkalýðshreyfingu frá því sem nú er.

 

Deila á