Við minnum á orlofsvefinn – flugkóðakaup möguleg á netinu!

Eins of fram kom hér á síðunni vefsíðu fyrir Páska hefur verið opnaður nýr orlofsvefur fyrir félagsfólk. Notast er við Frímann kerfið sem er vinsælt hjá ýmsum félagasamtökum á landinu og hefur verið um árabil. Slóðin er http://orlof.is/framsyn/

Rétt er að benda félagsfólki á að með þessum nýja vef er mögulegt að kaupa flugmiða á þeim tímum sem skrifstofan er lokuð, það er að segja án þess að þurfa að bíða eftir opnunartíma með endanlega afgreiðslu eins og verið hefur. Ekki er því lengur nauðsynlegt að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna til þess að kaupa flugfar eða margar aðrar vörur sem skrifstofan selur, þó svo að það sé að sjálfsögðu áfram mögulegt.

 

Deila á