Garðvík klikkar ekki

Framsýn hefur í gegnum árin átt gott mjög gott samstarf við stjórnendur Garðvíkur á Húsavík um að fræða starfsmenn um réttindi þeirra og skyldur. Um er að ræða sameiginlega fundi þar sem stjórnendur fyrirtækisins fara  yfir áherslur fyrirtækisins og fulltrúar Framsýnar fara yfir helstu atriði kjarasamninga og svara fyrirspurnum starfsmanna sem oftast nær eru fjölmargar um félagið, kjarasamninga og réttindi sem fylgja því að vera fullgildir félagsmenn í stéttarfélagi. Þetta framtak Garðvíkur er til mikillar fyrirmyndar og mættu önnur fyrirtæki á svæðinu taka Garðvík til fyrirmyndar hvað þetta snertir.

Líflegar umræður urðu á fundi starfsmanna Garðvíkur með stjórnendum fyrirtækisins og formanni Framsýnar.

Deila á