Mikil áhugi hjá Solidarnosc að taka á móti Framsýn

Pólsku verkalýðssamtökin Solidarnosc/Samstaða hafa boðist til að taka á móti fulltrúum Framsýnar í haust. Hugmyndin er að aðilar skiptist á skoðunum um vinnumarkaðinn á Íslandi og Póllandi. Eins og kunnugt er hefur töluverður fjöldi pólskra verkamanna starfað á félagssvæði Framsýnar, sérstaklega undanfarinn ár. Þess má geta að Lech Walesa fór fyrir Samstöðu á sínum tíma en hann varð síðar forseti Póllands, það er frá árinu 1990 til 1995. Samstaða vinnur nú að því að setja upp tveggja til þriggja daga kynningu á pólskum vinnumarkaði fyrir væntanlega gesti úr Þingeyjarsýslum. Ferðin er fyrirhuguð í september.

 

Deila á