Verktakar á förum

Á meðan á framkvæmdum á Bakka og Þeistareykjum hefur staðið hefur mikill fjöldi starfsfólks og verktaka komið og farið. Í flokki verktaka er enginn vafi á því að Munck Íslandi er þeirra fyrirferðarmest en verktakinn sá um uppbyggingu flestra bygginga sem tengjast þessum verkefnum, bæði á Bakka og Þeistareykjum.

Á dögunum náðist sá áfangi að Munck kláraði sinn verkþátt á svæðinu. Í tilefni af því komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna yfirmenn og skrifstofufólk Munck á Bakka sem hefur verið hérna frá því að verkið byrjaði. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni.

Við á Skrifstofu stéttarfélaganna þökkum Munck Íslandi fyrir ánægjulegt samstarf síðustu misserin.

Deila á