Fjórir verkalýðsformenn, þrír núverandi og einn verðandi þau Aðalsteinn Árni Baldursson Framsýn, Ragnar Þó Ingólfsson VR, Sólveig Anna Jónsdóttir Eflingu og Vilhjálmur Birgisson VA hafa ákveðið að senda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:
„Við fordæmum launahækkanir til æðstu stjórnenda og forstjóra N1 sem hækkaði um rúmlega eina milljón á mánuði en launin voru 70,5 milljónir á síðasta ári eða um 5,9 milljónir á mánuði sem jafngilda launatöxtum 22 afgreiðslumanna. N1 er að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða og því alveg ljóst að líkt og stjórnvöld ætla samtök atvinnulífsins og lífeyrissjóðirnir að gefa tóninn fyrir komandi kjaraviðræður. Við skorum á stjórnendur N1 að veita starfsfólki sínu sambærilegar kjarabætur tafarlaust.“
Ragnar Þór Ingólfsson
Sólveig Anna Jónsdóttir
Vilhjálmur Birgisson
Aðalsteinn Baldursson