Nú liggur fyrir að ekki bárust fleiri tillögur um félagsmenn í stjórnir, ráð og nefndir á vegum Framsýnar fyrir næsta kjörtímabil sem eru tvö ár. Kjörnefnd félagsins skilaði tillögum sínum til stjórnar og trúnaðarráðs sem voru síðan auglýstar á heimasíðu félagsins og í Skarpi samkvæmt ákvæðum laga félagsins. Stillt var upp í tæplega 80 stöður í félaginu. Þar sem ekki bárust aðrar tillögur skoðast listinn samþykktur. Frestur til að skila inn nýjum tillögum rann út 28. febrúar. Vel gekk að koma saman listanum og er töluvert um breytingar. Sem dæmi má nefna að Börkur Kjartansson kemur nýr inn í varastjórn félagsins. Nýir í trúnaðarráði eru Brynjar Smárason, Magnea D. Arnardóttir, Guðlaug Ívarsdóttir, Kristján Önundarson, Garðar Finnsson, Unnur Kjartansdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir og Sigrún Hildur Tryggvadóttir.
Börkur Kjartansson er einn af þeim sem kemur nýr inn í stjórnunarstörf hjá Framsýn. Töluvert er um að nýtt fólk komi til starfa fyrir félagið í stjórnum, ráðum og nefndum.