Sigríður tekur við VÞ

Nú liggur fyrir að Sigríður Jóhannesdóttir tekur við starfi formanns Verkalýðsfélags Þórshafnar á næsta aðalfundi félagsins. Svala Sævarsdóttir sem verið hefur formaður gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Hún verður hins vegar áfram í stjórn. Auk hennar verða í aðalstjórn Hulda I. Einarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ari Sigfús Úlfarsson.  Nánar verður hægt að nálgast upplýsingar um þá sem skipa trúnaðarstöður fyrir félagið inn á heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, framsyn.is

 

Sigríður tekur við formennsku í VÞ á næsta aðalfundi félagsins. Í dag er hún starfsmaður félagsins en félagið er með skrifstofu í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Með henni á myndinni er Guðný Þorbergsdóttir en þær voru báðar á trúnaðarmannanámskeiði á Húsavík fyrir helgina.

 

Deila á