Leikdeild Eflingar sýnir leikritið Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson. Leikstjóri er Vala Fannel og tónlistarstjóri Jaan Alavere. Verkið er gamansöngleikur með ABBAtónlist. Það gerist í litlu sjávarþorpi þar sem konur bæjarins ákveða að setja eiginmenn sína í kynlífsbann nema þeir hætti að horfa á enska boltann og við fylgjumst með afleiðingum þess. Stéttarfélögin niðurgreiða leikhúsmiðana fyrir félagsmenn. Forsendan fyrir því er að félagsmenn hafi samband við Skrifsofu Stéttarfélaganna áður en þeir fara í leikhúsið og fái afsláttarmiða hjá félögunum.
Sýningaplan
Frumsýning – föstudagur 23. febrúar kl. 20:30
- sýning – sunnudagur 25. febrúar kl. 17:00
- sýning – fimmtudagur 1. mars kl. 20:30
- sýning – föstudagur 2. mars kl. 20:30
- sýning – föstudagur 9. mars kl. 20:30
- sýning – laugardagur 10. mars kl. 18:00
- sýning – sunnudagur 11. mars kl. 16:00
- sýning – miðvikudagur 14. mars kl. 20:30
- sýning – sunnudagur 18. mars kl. 20:30
- sýning – miðvikudagur 21. mars kl. 20:30
Dalakofinn verður með leikhúsmatseðil fyrir hópa (lágmark 6 manns) lambasteik, kaffi og kaka í eftirrétt á 3900.- Einnig bíður Dalakofinn 15% afslátt af matseðli fyrir leikhúsgesti.
Að venju verður Kvenfélag Reykdæla með kaffi- og vöfflusölu á sýningum.
Miðapantanir eru í síma 618-3945 eða á leikdeild@leikdeild.is