Starfsmenn Jarðborana samþykktu nýjan vinnustaðasamning

Kjörnefnd Framsýnar kom saman til fundar í dag kl. 13:30. Tilefni fundarins var að telja atkvæði úr atkvæðagreiðslu starfsmanna Jarðborana og fyrirtækisins sem starfa eftir samkomulagi aðila um störf pallmanna/öryggisfulltrúa,karmanna/mastursmanna/ aðstoðarborara og vaktformanna. Samkomulagið var undirritað 11. janúar 2018.

Framsýn tók að sér að sjá um atkvæðagreiðsluna. Viðhöfð var póstatkvæðagreiðsla. Samtals voru 45 starfsmenn Jarðborana á kjörskrá. Atkvæði greiddu 25 eða 56% þeirra sem voru á kjörskrá.

Já sögðu 16 starfsmenn (73% hlutfall af gildum atkvæðum)

Nei sögðu 6 starfsmenn (27% hlutfall af gildum atkvæðum)

Ógild atkvæði voru 3 þar sem starfsmenn skráðu ekki nafn sitt á umslagið með atkvæðaseðlinum.

Samkomulagið sem byggir á ákvæðum 5. kafla í kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands skoðast því samþykkt.

 

Atkvæði talin, María Jónsdóttir og Jóna Matthíasdóttir ásamt formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni skipa kjörnefnd félagsins. Þau sáu um að telja atkvæðin í dag.

 

Deila á