Ljósmyndari stéttarfélaganna átti leið um hafnarsvæðið á Húsavík rétt í þessu. Aðstæður til myndatöku voru með besta móti enda veður bjart og fallegt.
Gaman er að sjá nýja og glæsilega byggingu rísa á þeim grunni sem Flókahúsið stóð áður, en þar er Gentle giants að reisa sínar höfuðstöðvar. Eins og sjá má á myndinni að ofan er um gjörbreytingu á húsinu að ræða miðað við fyrra útlit. Verkið er komið vel á veg og verður spennandi að skoða húsið þegar það verður klárað.