Iðnaðarmenn kjósa sér trúnaðarmenn á Bakka

Þingiðn og Rafiðnaðarsamband Íslands stóðu fyrir sameiginlegum fundi fyrir helgina með iðnaðarmönnum sem starfa hjá PCC á Bakka. Tilgangur fundarins var að fara yfir kjaramál, starfsemi iðnaðarmannafélaganna og kjósa trúnaðarmenn fyrir iðnaðarmenn. Fundurinn var málefnalegur og góður. Sigmar Tryggvason og Patryk Marcinkowski voru kjörnir trúnaðarmenn starfsmanna, Patryk fyrir félagsmenn Þingiðnar og Sigmar fyrir rafiðnaðarmenn.

Tæplega 20 iðnaðarmenn verða starfandi hjá PCC á Bakka.

Trúnaðarmaðurinn Patryk Marcinkowski er hér meðal annarra iðnaðarmanna sem komu á fundinn.

Ísleifur Tómasson  og Björn Eysteinsson komu fljúgandi frá Reykjavík til að taka þátt í fundinum en þeir eru starfsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands.

Deila á