Starfsmennastyrkir hækka til verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar

Stjórn Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks hefur samþykkt hækkun á styrkjum til félagsmanna. Hækkunin tók gildi um um áramótin og gildir fyrir félagsmenn Framsýnar enda félagið með aðild að sjóðnum.

Veittur er hámarksstyrkur allt að 130.000 kr. á ári.

90% af námi/starfstengdu námskeiðsgjaldi/ráðstefnugjaldi – hámark 130 þúsund.

50% af tómstund – hámark 30 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).

50% af ferðastyrk vegna náms – hámark 40 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaður greiði námsgjöld/námskeiðsgjöld/ráðstefnugjöld.

Uppsöfnun einstaklinga til þriggja ára verður því 390 þúsund fyrir einu samfelldu námi.

Veittir fyrirtækjastyrkir hækkuðu einnig um síðustu áramót í samræmi við styrki til einstaklinga.

Frekari upplýsingar má nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík eða inn á starfsmennt.is

Deila á