Þingiðn og Rafiðnaðarsamband Íslands boða til fundar með rafvirkjum og vélvirkjum og öðrum þeim sem greiða til þessara stéttarfélaga föstudaginn 12. janúar kl. 15:00 til 16:00, það er á vinnutíma starfsmanna. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Tilefni fundarins er að kjósa tvo trúnaðarmenn úr hópi starfsmanna, það er einn fyrir rafvirkja og annan fyrir vélvirkja. Auk þess verður almennt farið yfir málefni starfsmanna er viðkemur kjörum og réttindum starfsmanna.
Fundurinn er haldinn í samráði við stjórnendur PCC Bakki Silicon.
Þingiðn, félag iðnaðarmanna
Rafiðnaðarsamband Íslands