Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær sem var um leið síðasti fundur ársins. Mörg mál voru á dagskrá fundarins. Gengið var á kjöri fulltrúa félagsins í sambandsstjórn Samiðnar, samþykkt var að styrkja starfsemi Blakdeildar Völsungs og þá var aðgerðaráætlun um einelti og kynbundið ofbeldi tekin til umræðu. Jafnframt urðu umræður um samningamál við PCC á Bakka, komandi aðalfund og viðbrögð Laganefndar ASÍ við breytingum á lögum félagsins sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi. Síðast en ekki síst, þá tók stjórnin ákvörðun um að leggja fyrir næsta aðalfund félagsins tillögu um að stofnaður verði fræðslusjóður innan þess sem hafi það markmið að styðja við bakið á félagsmönnum sem stunda nám eða sækja námskeið. Stjórn Þingiðnar er vel skipuð mönnum innan félagsins, þeim Jónasi formanni, Vigfúsi, Þórði, Kidda og Hólmgeiri.