Námskeið fyrir félagsmenn

Stéttarfélögin stóðu fyrir tveimur kvöldnámskeiðum í nóvember fyrir félagsmenn í góðu samráði við Þekkingarnet Þingeyinga og fræðslusjóði sem félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að. Annars vegar var um að ræða námskeiðið; Trú á eigin getu. Leiðbeinandi á námskeiðinu var, Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Námskeiðið var ætlað þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra. Eins og kunnugt er, er sjálfstraust undirstaða margra færniþátta, svo sem hvernig okkur vegnar í samskiptum við aðra. Hitt námskeiðið nefndist; Betri svefn – Grunnstoð heilsu. Á námskeiðinu var fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstökum áherslum á svefn meðal barna og unglinga. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Dr. Erla Björnsdóttir. Bæði námskeiðin gengu vel og voru þátttakendur ánægðir með setuna á námskeiðunum. Hafi félagsmenn stéttarfélaganna ábendingar um góð námskeið eru þeir beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóhann Ingi Gunnarsson er einn okkar fremsti leiðbeinbandi. Hann var með fyrirlestur á námskeiði á vegum stéttarfélaganna og Þekkingarnets Þingeyinga í síðustu viku.

Deila á