Upplýsingar um desemberuppbót

Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum eiga rétt á að fá greidda desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin er mismunandi eftir samningum og við hvaða tímabil er miðað varðandi skilgreiningu á fullu starfi. Uppbótina skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof.

Full desemberuppbót árið 2017 er kr. 86.000 hjá þeim sem vinna á almennum vinnumarkaði. Greiða skal uppbótina fyrir 15. desember ár hvert.

Full desemberuppbót árið 2017 er kr. 86.000 hjá þeim sem vinna hjá ríkisstofnunum.  Greiða skal uppbótina 1. desember ár hvert.

Full desemberuppbót árið 2017 hjá þeim sem vinna hjá sveitarfélögum er kr. 110.750. Greiða skal uppbótina 1. desember ár hvert.

Rétt er að taka fram að desemberuppbótin getur í ákveðnum tilvikum verið hærri en hér kemur fram. Það á við um þá starfsmenn Framsýnar og Starfsmannafélags Húsavíkur sem hafa langa starfsreynslu hjá sveitarfélögum. Í tilfelli Framsýnar nær ákvæðið til starfsmanna sem voru við störf hjá sveitarfélögum  fyrir 29. apríl 1997. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

 

Deila á